... og enn heldur ferðamönnum áfram að fjölga!
Spáglöggir menn þykjast sjá mörg teikn um það að árið í ár verði metár í fjölda erlendra ferðamanna. Nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fjölda farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði gefa sannarlega ástæðu til bjartsýni. Alls hafa komið tæplega 190.000 farþegar til landsins fyrstu fjóra mánuði ársins og er það aukning um tæp 21% frá síðasta ári
Það er þó rétt að slá þann varnagla að í apríl á síðasta ári tók Eyjafjallajökull upp á því að gjósa af miklum móð með miklum afleiðingum fyrir flugumferð á norðurhveli jarðar. En engu að síður þá lofa tölurnar góðu og ef fer sem horfir mun það hafa mikla þýðingu fyrir þjóðarhag.