Hagvöxturinn skilar sér „aftur heim“
Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar er lokið og nýgerðir kjarasamningar til þriggja ára skapa forsendur til að hagur landsmanna vænkist á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraráðir og gengi krónunnar er stöðugt.
Samhliða auknum kjarabótum fela samningarnir í sér skuldbindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðakerfisins og örvunar í hagkerfinu. Árangursríkar aðgerðir við stjórn ríkisfjármála síðastliðin tvö og hálft ár hafa dregið stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs og gera það að verkum að hægt er að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtaskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag.