Hoppa yfir valmynd
11. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samstarfssamningur um læsi

6. maí var undirritaður samstarfssamningur um læsi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og menntavísindasviðs HÍ. Megin markmið samningsins er að þróa vef fyrir kennara og almenning þar sem fjallað er um læsi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs HÍ við undirritun samnings. Með þeim á myndinni er Freyja Birgisdóttir
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs HÍ við undirritun samnings. Með þeim á myndinni er Freyja Birgisdóttir

Föstudaginn 6. maí var undirritaður samstarfssamningur um læsi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og menntavísindasviðs HÍ. Megin markmið samningsins er að þróa vef fyrir kennara og almenning þar sem fjallað er um læsi.  Í nýjum aðalnámskrám er læsi sett fram sem einn af sex grunnþáttum í öllu námi skólastiganna þriggja. Ráðherra fannst mikill akkur í því að fræðimenn á sviðinu kæmu saman að því að vinna að aðgengilegu efni sem nýst gæti við kennslu og uppeldi.
Markmið samningsins kveðja á um að á vefnum lesvefurinn.is verði:

  • Hugtakið læsi skilgreint og gerð grein fyrir ólíkum skilgreiningum.
  • Gerð grein fyrir ólíkum hugmyndum um lestur og lestrarkennslu
  • Fjallað um menningar-, félags- og þroskasálfræðileg fyrirbæri tengd læsi.
  • Fjallað áfram um lestur yngri barna, lestrarörðugleika og hvernig megi hvetja börn til aukins lesturs.  
  • Hugað sérstaklega að lausnum fyrir nemendur, kennara og foreldra til að efla lestur og læsi þegar hefðbundinni lestrarkennslu lýkur, þ.e. eftir 4. bekk.
  • Þróaðir nýir áhersluþættir sem fjalli m.a. um: skapandi þætti er varða ritun, gagnrýni og túlkun texta og miðlamennt og stafrænt læsi
  • Tengsl verði mynduð við áhugaverð verkefni sem tengjast læsi, lestri og læsis- og lestrarkennslu.
  • Ýtt undir umræðu meðal áhugasamra um málefni tengd læsi, lestri og skólastarfi.

Gert er ráð fyrir 10 manna ritnefnd undir formennsku Freyju Birgisdóttur. Í nefndinni eiga jafnframt sæti fulltrúi frá Háskólanum á Akureyri og frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta