Hoppa yfir valmynd
12. maí 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Aðgerðir gegn einelti: Verkefnisstjóri ráðinn

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur verið ráðin í stöðu verkefnisstjóra sem starfa mun fyrir verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti. Starf hennar felst í því að hafa umsjón með og fylgja eftir verkefnum gegn einelti í samræmi við ákvarðanir verkefnisstjórnarinnar og hafa umsjón með fagráði sem tekur við eineltismálum sem þangað er vísað til úrlausnar úr skólakerfinu, ráðuneytum og stofnunum þeirra. Starf verkefnisstjóra var auglýst í janúar síðastliðnum. Ráðningin er til eins árs og svarar starfið hálfu stöðugildi.

Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta