Hoppa yfir valmynd
12. maí 2011 Utanríkisráðuneytið

Umfangsmikil Íslandsumfjöllun á BBC

raxi-BBC
raxi-BBC

Sendiráð Íslands í London er einn samstarfsaðila BBC sjónvarpsstöðvarinnar um umfangsmikla Íslandsumfjöllun sem staðið hefur það sem af er maí. BBC4 hefur sýnt íslenskt efni daglega á besta tíma; leikið efni, heimildarmyndir og ferðaþætti. Sendiráðið hefur kynnt þætti og aðstandendur þeirra fyrir breskum fjölmiðlum, m.a. heimildarmyndina Viking Sagas.  Ekki hefur áður verið birt svo mikið og fjölbreytt efni tengt Íslandi í bresku sjónvarpi. 

Kynningar á  Íslandsefninu voru sýndar á stöðvum BBC áður en til sýninga kom, þ.á m. í morgunfréttaþætti BBC1 sem er langvinsælasti þáttur sinnar tegundar í bresku sjónvarpi. Íslandsáhersla BBC4 hófst 8. maí með sýningu kvikmyndar Baltasar Kormáks, Mýrin (e. Jar City) byggð á samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Daginn eftir hófust sýningar á gamanþáttaröðinni Næturvaktin (e. Night Shift) sem Ragnar Bragason leikstýrir. Þáttaröðin er sýnd daglega og endursýnd síðla nætur. Heimildarmynd um Ragnar Axelsson ljósmyndara á norðurslóðum; „Last Days of the Arctic: Capturing the Faces of the North” var sýnd sama kvöld.

10. maí var sýnd heimildarmynd BBC sem fjallar um efni og umhverfi Laxdælu; The Viking Sagas, en hún verður endursýnd nokkrum sinnum. Þá var endursýndur þátturinn "Nordic Noir- Scandinavian Crime Fiction" á BBC4 en þar var m.a. fjallað um Arnald Indriðason og bækur hans um rannsóknarlögreglumanninn Erlend.

Daginn eftir var útivistarþáttur í umsjón Julia Bradbury, þekktrar fréttakonu, um útiveru og náttúru; „Julia Bradbury's Icelandic Walk” en í þættinum gengur hún Laugaveginn svokallaða og lýkur ferðinni við Eyjafjallajökul.

Þá verður í næstu viku á dagskrá ferðamálaþátturinn „Vacation, Vacation, Vacation” á Channel 4 sjónvarpsstöðinni. Hann er í umsjón Kirstie Allsop og Phil Spencer sem eru stór nöfn í sjónvarpsþáttagerð um ferðamál. Í þættinum eru m.a. skoðaðar ferðamöguleikar á þyrlum og snjósleðum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta