Hoppa yfir valmynd
12. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Veftímarit um nýsköpun, frumkvöðla og hönnuði á Norðurlöndunum

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Nordic Innovation er frítt veftímarit um nýsköpun, frumkvöðla og hönnuði á Norðurlöndunum. Klak - Viðskiptasmiðjan gefur út Nordic Innovation með það að leiðarljósi að auka faglega umræðu um verðmætasköpun á Norðurlöndunum. Þema tímaritsins að þessu sinni var „hljómur nýsköpunar“ eða „the sound of innovation“ og er m.a. fjallað um sprotafyrirtæki í tónlistargeiranum, Iceland Airwaves og Bergen sem tónlistarborg Noregs. Þá eru viðtöl við tónlistarkonuna Björk, danska jazzpíanistann Carsten Dahl og Hollywoodskáldið Veigar Margeirsson.

Tímaritið sem er á ensku er að finna á síðunni: http://www.nordicinnovation.is/

„Við verðum við að hafa trú á sjálfum okkur og ekki svíkja sjálf okkur. Það er mikilvægt öllum samfélögum - ekki einungis Íslandi. Allt sem er gott vex hægt og nýsköpun mun verða lykillinn að framtíðinni“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við tímaritið Nordic Innovation.

Veigar Margeirsson segir í viðtalinu: „Tónlist og kvikmyndir eru með því besta sem Íslendingar flytja út. List er almennt góð útflutningsvara og mikilvægur fulltrúi Íslands. Ég held að tónlist hafi þegar hjálpað Íslandi mikið. Sjáið sem dæmi Björk og Sigurrós, og nú Jónsa. Þau hafa meðvitað og ómeðvitað gert svo mikið fyrir Ísland og íslenska menningu.“ 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta