Hoppa yfir valmynd
13. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Mikil gróska í ferðaþjónustu á Austurlandi

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Ferðamennska er einn blómlegasti vaxtarsprotinn á Austurlandi enda svæðið sannkölluð paradís fyrir ferðamenn sem kunna að meta náttúrufegurð, sögu og yndislega veðráttu.

Nýlega voru stofnaðir tveir nýir ferðaþjónustuklasar á Austurlandi; á Breiðdalsvík og Vopnafirði. Markmiðið með stofnun þeirra er að leiða saman aðila í ferðaþjónustu á svæðinu og fá þá til að vinna kröftuglega saman að framtíðarsýn og stefnumótun sem leiði til enn öflugri ferðaþjónustu.  Ein af áskorunum sem þau standa frammi fyrir er hvernig þeir geti fengið ferðamenn til að verja lengri tíma á stöðunum og þá þarf vitanlega að vera til staðar rétt framboð af afþreyingu, veitinga- og gistiþjónustu.

Klasasamstarf ferðaþjónustufyrirtækja er ekki nýtt af nálinni og eitt allra besta dæmið er frá Borgarfirði–eystra en þar hefur klasasamstarf ferðaþjónustufyrirtækja á staðnum verið við lýði í 15 ár og skilað miklum árangri.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta