Hoppa yfir valmynd
16. maí 2011 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra fordæmir ofbeldi sýrlenskra stjórnvalda

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir það ofbeldi sem sýrlensk stjórnvöld hafa beitt mótmælendur síðustu daga og vikur.  Ráðherra segir engu stjórnvaldi heimilt að fara fram með ofbeldi eins og stjórnvöld í Sýrlandi hafi gert að undanförnu. Skotið hafi verið á mótmælendur og ráðist inn á heimili fólks, það handtekið  og ekki hafi spurst til margra þeirra sem teknir hafi verið með þessum hætti.  Utanríkisráðherra ítrekar stuðning við þau öfl sem krefjast frjálsra  og lýðræðislegra  kosninga þar sem fólkið sjálft fái að velja sína valdhafa og þá stefnu sem eigi að leiða það til framtíðar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta