Hoppa yfir valmynd
16. maí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

VII. Umhverfisþing 14. október 2011

Frá umhverfisþingi 2009
Frá umhverfisþingi 2009

Umhverfisráðherra boðar til VII. Umhverfisþings 14. október 2011 á Hótel Selfossi. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd, m.a. verður kynnt hvítbók sem ætlað er að leggja grunn að nýjum náttúruverndarlögum. Í málstofum eftir hádegi verður fjallað um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar, vísindaleg viðmið fyrir náttúruvernd og gildi náttúruverndar fyrir útivist og ferðaþjónustu. Boðið verður upp á opna umræðu um brennandi spurningar varðandi vernd íslenskrar náttúru.

Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Á næstu vikum verða birt drög að dagskrá þingsins og upplýsingar um skráningu þátttakenda.

Í aðdraganda þingsins, fimmtudaginn 13. október, efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til hálfs dags ráðstefnu um sjálfbæra þróun í sveitarfélögum. Sú ráðstefna verður einnig á Hótel Selfossi. Ráðstefnan er einkum ætluð starfsfólki sveitarfélaga sem vinnur að þessum málum svo og kjörnum fulltrúum í sveitarfélögum. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna verða birtar á heimasíðu Sambandsins (http://www.samband.is) á næstu vikum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta