Hoppa yfir valmynd
17. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Nýjar stjórnir landshlutaverkefna í skógrækt

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað nýjar stjórnir landshlutaverkefna í skógrækt samkvæmt 5. gr. laga nr. 95/2006. Skipunin gildir frá 1. maí 2011 til 30. apríl 2015.

Þrír skipa hverja stjórn; einn er tilnefndur af félagi skógarbænda á viðkomandi svæði, einn af Skógrækt ríkisins og sá þriðji er skipaður án tilnefningar.

Stjórnirnar hafa á hendi yfirstjórn verkefnanna og samþykkja starfs- og fjárhagsáætlanir þess. Þær ráða framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur. Skógrækt ríkisins veitir aðstoð og faglegar leiðbeiningar við verkefnin. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur stjórnum landshlutaverkefnanna starfsreglur.

Stjórnir landshlutaverkefna  í skógrækt 1/5/2011-30/4/2015

Héraðs- og Austurlandsskógar

Stjórn

  • Þorsteinn Bergsson, formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson  (Félag skógarbænda á Austurlandi)                                  
  • Þór Þorfinnsson (Skógrækt ríkisins)

Framkvæmdastjóri

  • Ólöf  Sigurbjartsdóttir

Suðurlandsskógar

Stjórn

  • Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, formaður
  • María E. Ingvadóttir (Félag skógareigenda á Suðurlandi)
  • Hreinn Óskarsson (Skógrækt ríkisins)

Framkvæmdastjóri

  • Björn Jónsson

Skjólskógar á Vestfjörðum

Stjórn

  • Viktoria Ólafsdóttir,   formaður
  • Jóhann Björn Arngrímsson, (Félag skógarbænda á Vestfjörðum)
  • Þorbergur Hjalti Jónsson (Skógrækt ríkisins)

Framkvæmdastjóri

  • Sæmundur Þorvaldsson

Norðurlandsskógar

Stjórn

  • Jón Gíslason, formaður
  • Anna Ragnarsdóttir (Félag skógarbænda á Norðurlandi)
  • Guðríður Baldvinsdóttir (Skógrækt ríkisins)

Framkvæmdastjóri

  • Valgerður Jónsdóttir

Vesturlandsskógar

Stjórn

  • Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður
  • Þórarinn Svavarsson (Félag skógarbænda á Vesturlandi)
  • Arnlín Óladóttir (Skógrækt ríkisins)

Framkvæmdastjóri

  •  Sigvaldi Ásgeirsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta