Rækjuveiðar heimilaðar í Breiðafirði
Nr. 19/2011
Rækjuveiðar heimilaðar í Breiðafirði
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar heimilað rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði, vestan Krossnesvita.
Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu.
Heimild til rækjuveiða á svæðinu gildir frá og með 16. maí.