Hoppa yfir valmynd
17. maí 2011 Utanríkisráðuneytið

Rýnifundi um neytenda- og heilsuvernd lokið

Rýnifundi um 28. kafla löggjafar Evrópusambandsins, neytenda- og heilsuvernd, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var hinn síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahóps um EES II málefni. Á fundinum var rætt um framkvæmd reglna hérlendis á sviði neytenda- og heilsuverndar en 28. kafli er hluti af EES-samningnum og þær gerðir sem ekki hafa verið innleiddar kalla almennt ekki á breytingar á íslenskri löggjöf.

Á rýnifundunum var lögð áhersla á að möguleikar Íslands til að veita neytendum betri rétt að en almennt er innan Evrópusambandsins séu ekki takmarkaðir.

Stefnumörkun Evrópusambandsins í heilbrigðismálum snýr aðallega að víðtækri eflingu lýðheilsu og heilsuvernd. Hluta regluverks ESB undir 28. kafla á sviði heilsuverndar hefur þegar verið hrint í framkvæmd með EES-samningnum. Ísland hefur ekki fengið undanþágur eða aðlaganir að gerðum á þessu sviðið og á heildina litið ætti Ísland að vera fært um að taka á sig þær skuldbindingar sem aðildinni fylgja á þessu sviði.

Greinargerð um kaflann um neytenda- og heilsuvernd má lesa hér:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta