Hoppa yfir valmynd
18. maí 2011 Matvælaráðuneytið

28 Brautargengiskonur bætast í hópinn – fjöldi nýrra fyrirtækja í farvatninu

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Nýverið luku 28 konur námskeiðinu Brautargengi í Reykjanesbæ og á Akureyri. Þessar konur hafa undanfarnar 15 vikur unnið að viðskiptahugmyndum sínum sem miða að atvinnusköpun í heimabyggð og voru hugmyndir þátttakenda fjölbreyttar að vanda, s.s. ferðaþjónusta, hönnun, ráðgjöf og ýmis konar þjónusta.

Í Reykjanesbæ útskrifuðust 13 konur og hafði hópurinn aðstöðu í Frumkvöðlasetrinu Ásbrú. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir hlaut sérstök hvatningarverðlaun fyrir verkefni sem kallast Húsið okkar en starfsemi þess hófst fyrr á árinu.

Á Akureyri útskrifuðust 15 konur og hlaut Sæunn Mjöll Stefánsdóttur viðurkenningu fyrir vel unna viðskiptaáætlun.

Samtals hafa um 350 konur lokið námskeiðinu á landsbyggðinni en í heildina eru Brautargengiskonur að nálgast níunda hundraðið. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var árið 2010 kom í ljós að 80% svarenda segja að þátttaka í Brautargengisnámskeiði hafi stuðlað að betri árangri í rekstri. Fjölmargar hugmyndir hafa orðið að veruleika í gegnum tíðina og má finna heimasíður nokkurra þeirra hér.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta