Hoppa yfir valmynd
19. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Auknar aflaheimildir í karfa

GullKarfi
GullKarfi

 

Nr. 21/2011Djupkarfi

Auknar aflaheimildir í karfa

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í dag út reglugerð um aukningu í heimildum til veiði gullkarfa og djúpkarfa á yfirstandandi fiskveiðiári úr samtals 40 þúsund lestum í 50 þúsund.

Aukningin nú kemur vegna aukinnar útbreiðslu bæði gullkarfa og djúpkarfa í meðafla en skipstjórar hafa bent á að karfi sem meðafli sé mun meiri en mörg undanfarin ár. Þannig verður karfans nú vart sem meðafla á svæðum þar sem hans hefur ekki orðið vart áður.

Hafrannsóknarstofnun hefur fjallað um málið og í bréfi ráðuneytisins varar stofnunin við því að viðvarandi aukning umfram ráðgjöf geti haft þau áhrif að minnka stofninn. Síðan segir:

Aukning um 5-10 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári eingöngu, hefði hins vegar takmörkuð áhrif á framvindu stofnstærðar.

Í framhaldi af þessu hefur ráðherra ákveðið að auka aflamark í djúpkarfa úr 10.000 tonnum í 12.500 tonn og gullkarfa úr 30.000 í 37.500 tonn.

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 662/2010 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2010/2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta