Norðurlandsskógar er fyrirmyndarstofnun
SFR og VR hafa kynnt niðurstöðu úr árlegri könnun um Stofnun ársins. Val þessarra félaga á Fyrirtæki ársins og Stofnun ársins var nú með breyttu sniði og nær til mun fleiri en 44 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði tók nú þátt. Í flokki stofnana eru valin efstu sæti í hópi minni og stærri stofnana og miðast flokkunin við það hvort starfsmenn eru færri eða fleiri en 50 talsins. Í flokki stærri stofnana var Sérstakur saksóknari í efsta sæti og Sýslumaðurinn í Vík í hópi þeirra minni.
Af stofnunum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins er sérstök ástæða til að vekja athygli á frábærum árangri Norðurlandsskóga sem valin var í annað sæti minni stofnana. Stofnunin Norðurlandsskógar var formlega stofnuð í júlí árið 2000 og vinnur að skógrækt og skjólbeltarækt á Norðurlandi. Framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga er Valgerður Jónsdóttir og stofnunin deilir húsnæði með Skógrækt ríkisins á Akureyri.
Norðurlandsskógar er ein af fimm stofnunum sem starfa að landshlutabundnum skógræktarverkefnum en nytjaskógrækt er ört vaxandi búgrein og skilar af sér umtalsverðum afurðum. Þá er starf skógræktarverkefnanna mikilvæg mótvægisaðgerð gegn uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda.
Frá starfi Norðurlandsskóga, hér er framkvæmdastjórinn Valgerður Jónsdóttir við grenitré sem er tilbúið á markað sem jólatré.