Eco-Innovation - auglýst eftir umsóknum, umsóknarfrestur er til 8. september 2011.
Auglýst er eftir umsóknum í CIP - Eco-Innovation (Vistvæn nýsköpun, bættar framleiðsluaðferðir) sem fjallar um nýja tækni, vörur eða framleiðsluaðferðir í atvinnugreinum þar sem umtalsverðir möguleikar eru á betrumbótum, t.d. í matar- og drykkjarframleiðslu, endurvinnslu, vatnsnotkun og vistvæn byggingarefni.
Áhersla er lögð á verkefni sem komin eru á markaðsfærslustig þ.e. tækni, vöru eða framleiðsluaðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virki tæknilega en ekki búið að koma í notkun á markaðinum enn sem komið er. Verkefnin skulu ennfremur miða að því að minnka umhverfisáhrif eða betrumbæta frammistöðu fyrirtækja í umhverfismálum.
Umsóknarfrestur er til 8. september 2011.
Allar nánari upplýsingar og umsóknagögn má fá hér (http://ec.europa.eu/environment/eco-innovation/getting-funds/call-for-proposals/index_en.htm) og hjá Amöndu Garner í síma 522 9268 og á netfanginu [email protected].