Hoppa yfir valmynd
23. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Fundur um opinber innkaup til nýsköpunar 25. maí

Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika til að nýta opinber innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn áHótel Sögu, miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17. Skráning á [email protected]

Opinber innkaup til nýsköpunar er hluti af Evrópuverkefni með þátttöku Rannís en markmið þess er að vinna að tillögum um skilvirkni nýsköpunar ásamt því að þróa mælingar á áhrifum nýsköpunar í litlum löndum. Fundurinn á erindi jafnt til opinberra aðila sem starfa við innkaup eða móta innkaupastefnur og fyrirtækja sem gagn hafa af slíku samstarfi við hið opinbera.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar um stöðu og umfang opinberra innkaupa, sem gerð var samtímis í 6 öðrum litlum ríkjum í Evrópu, leiddi í ljós að lítið hefur reynt á það að opinber innkaup séu nýtt til þess sérstaklega að örva nýsköpun, rannsóknir og þróun í löndunum. Þó var það samhljóma álit þátttakenda að þörfin á umræðu um þennan málaflokk væri mikil, sérstaklega nú á tímum efnahagslegra erfiðleika.

Opinber innkaup til nýsköpunar er hugsanlega vannýtt aðferð við að styðja við nýsköpun. Opinberir aðilar, hvort sem um ræðir ríki eða sveitarfélög, kaupa inn vörur og þjónustu frá innlendum og erlendum aðilum og gætu því, ef rétt er staðið að, beint þessum kaupum að nýsköpunarfyrirtækjum og hvatt þau til þess að koma fram með nýjar eða breyttar afurðir.

Hópur innlendra og erlendra aðila koma að fundinum og deila reynslu sinni. Luke Georghiou frá Háskólanum í Manchester hefur verið ráðgjafi Evrópusambandsins á þessu sviði og David Golding hjá Technology Strategy Board hefur unnið að þróun þessara mála um árabil.

Dagskrá

13:30 Opnunarávarp
Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís

13:40 Evrópusamstarf um opinber innkaup til nýsköpunar
Luke Georghiou, Manchester Institute of Innovation Research, Manchester University

14:25 Public Procurement for Innovation in Iceland
Guðmundur Hannesson, Ríkiskaupum

14:45 Hverjar eru helstu hindranir nýsköpunar í gegnum opinber innkaup á Íslandi?
Svandís Nína Jónsdóttir, Rannís

15:00 Public procurement for stimulation. Innovation in Icelandic industry
Orri Hauksson, Samtökum iðnaðarins

15:30 Kaffihlé

15:50 SBRI and Innovation Platforms
David Golding, Head of Strategy, Technology Strategy Board

16:20 Options for EU support for Procurement of Innovation
Abby Semple, ICLEI Europe

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta