Hoppa yfir valmynd
24. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Ráðherra fundar fyrir austan fjall

Jón ogg Sigurgeir
Jón ogg Sigurgeir

Jón ogg SigurgeirJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt í morgun fund í Matvælastofnun á Selfossi vegna Grímsvatnagossins með þeim stofnunum sem koma að aðstoð vegna þess.

Auk ráðherra var á fundinum ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og fulltrúar frá MAST, Almannavörnum, Ríkislögreglustjóra, Viðlagasjóði, Bjargráðasjóði og Búnaðarsambandi Suðurlands.

Fram kom á fundinum að á næstu dögum verður haft samband við íbúa á svæðinu með heimsóknum og um síma og fylgst náið með ástandi mála.

Farið var sérstaklega yfir hlutverk stofnana landbúnaðarins en gossveitirnar í Skaftárhreppi og Öræfum eru þýðingamiklar fyrir íslenskan landbúnað. Þaðan hefur verið umtalsverð líflambasala enda um að ræða varið og einangrað svæði. Á svæðinu eru rekin um 90 bú með um 24 þúsund fjár og 25 eru einnig mjólkurinnleggjendur. Gengið hefur verið úr skugga um að heybirgðir á svæðinu séu nægar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta