Vinna við hönnunarstefnu fyrir Ísland í fullum gangi ... Katla Maríudóttir ráðin til verkefnisins
Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland er metnaðarfullt verkefni enda takmarkið að auka vægi hönnunar í allri vöruhugsun, vöruþróun og framleiðslu með það að augnamiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Opinn fundur var haldinn um verkefnið í febrúar s.l. og síðan þá hefur sérstakur stýrihópur leitt vinnuna. Þeim hefur nú bæst öflugur liðsauki því Katla Maríudóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður hópsins. Katla hefur lokið BA gráðu í arkitektúr og hefur starfað innan hönnunargeirans undanfarin ár. Hún verður með starfsaðstöðu í Hönnunarmiðstöð Íslands.