Hoppa yfir valmynd
26. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Friðun nokkurra opinberra bygginga

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar og í samræmi við ákvæði laga um húsafriðun nr. 104/2001 ákveðið að friða eftirtaldar byggingar.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar og í samræmi við ákvæði laga um húsafriðun nr. 104/2001 ákveðið að friða eftirtaldar byggingar:

  • Landspítalinn við Hringbraut. Friðunin nær til þess hluta spítalans, sem byggður var á árunum 1926 til 1930.
  • Gamli flugturninn við Reykjavíkurflugvöll. Friðunin nær til ytra byrðis turnsins og burðarvirkis hans.
  • Laugarnesskóli í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins og miðrýmis í öðrum áfanga, sem byggður var á árunum 1942-1945.
  • Sæbólskirkja á Ingjaldssandi. Friðunin nær til kirkjunnar í heild sinni, þ.e. ytra og innra byrðis auk fastra innréttinga.
  • Thorvaldsensstræti 2, Gamli Kvennaskólinn í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis framhússins.
  • Ingólfsstræti 2A, Íslenska óperan. Friðunin nær til ytra byrðis hússins auk anddyris, forsalar aðalsalar, hliðarsvala og aðalsalar (áhorfendasalar).

    Nánari upplýsingar veitir: Ragnheiður H. Þórarinsdóttir á skrifstofu menningarmála

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta