Starfsmenn iðnaðarráðuneytisins ganga hreinlega á gaflana ... og þrífa þá!
Þrátt fyrir óhemju öskufall er sóknarhugur í ferðaþjónustuaðilum á svæðunum sem urðu verst úti í eldgosinu í Grímsvötnum. Það er óneitanlega gleðilegt að þrátt fyrir hamfarirnar er nánast ekkert um afbókanir ... en hins vegar þarf svo sannarlega að skúra, skrúbba og bóna til að hægt sé að taka á móti ferðamönnunum sem væntanlegir eru.
Sérsveit starfsmanna frá iðnaðarráðuneytinu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofu fór snemma í morgun vopnuð ryksugum og skúringarfötum til að hjálpa til við að þrífa á Hótel Klaustri, Geirlandi og Hótel Laka. Þegar aðstæður eru óvanalegar þá þarf ráðherra og starfsmenn hennar jú stundum að fara út fyrir hefðbundna starfslýsingu.