Hoppa yfir valmynd
27. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Ótrúlegt en satt ... það er búið að opna tjaldsvæðið í Skaftafelli!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það er hreint makalaust hvað tíminn líður hratt á þessari gervihnattaöld! Á mánudag sá varla úr augunum í Skaftárhreppi vegna öskufalls og nú á föstudegi er búið að opna tjaldsvæðið í Skaftafelli.

Að sögn Regínu Hreinsdóttir þjóðgarðsvarðar féll aska í Skaftafelli í hálfan sólarhring eftir að gosið hófst og var þjóðvegur 1 lokaður beggja vegna Skaftafells. Stíf norðanátt og úrkoma í kjölfarið hafa hins vegar hreinsað mesta öskuna í burt og grænn gróður einkennir nú Skaftafell líkt og önnur sumur.

Um leið og þjóðvegur 1 var opnaður á ný  hófu gestir að streyma í Skaftafell og var gist bæði í tjöldum og húsbílum á tjaldsvæðinu í nótt. Á laugardag opnar svo veitingasalan í Skaftafellstofu í fyrsta sinn í sumar og þar með er full sumarstarfsemi komin í gang.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta