Starfsmenn iðnaðarráðuneytisins, Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvar við hreinsunarstörf á Kirkjubæjarklaustri
Þegar það gjósa upp þúsundir tonna af ösku á sekúndu þá er hætta á að einhvers staðar þurfi að þrífa! Og þegar ferðamannatímabilið er rétt að ganga í garð þá er eins gott að allir leggist á eitt við hreinsunarstarfið þ.a. hægt sé að bjóða ferðamenn velkomna.
Sérsveit starfsmanna frá iðnaðarráðuneytinu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofu fór snemma í gærmorgun vopnuð ryksugum og skúringarfötum til að hjálpa til við að þrífa á Hótel Klaustri, Geirlandi og Hótel Laka.
Fyrstu stóru ferðamannahóparnir koma síðan um helgina og öll sólarmerki benda til þess að í hönd fari afbragðs ferðamannasumar.
Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, Sigurður Árnason, læknir, Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur,Guðmundur Ingi Ingason, oddviti og lögreglustjóri og
Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra