Ísland er á meðal 10 bestu áfangastaða í heimi fyrir ráðstefnur og hvataferðir
Ísland er á topp 10 lista samtakanna Great Hotels of the World yfir staði sem spáð er mestum vinsældum á árinu 2011 og á næstu árum sem áfangastaðir fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Eftir nokkurn sandrátt í þessum geira í kjölfar efnahagshrunsins er gert ráð fyrir góðum vexti á næstu árum.
Ísland er sagt búa yfir óviðjafnanlegum kostum fyrir hvataferðir og ráðstefnur. Hér sé fyrsta flokks fundaraðstaða og þegar við bætast heitar laugar, eldfjöll, jöklar, gljúfur, jeppaferðir um hálendið, hundasleðaferðir og rík menning þá sé Ísland á heimsmælikvarða.
Great Hotels of the World eru samtök sjálfstæðra lúxushótela og því ánægjulegt fyrir Ísland að fá slíka útnefningu. Topp 10 listinn er annars þannig:
1. Svartfjallaland
2. Króatía
3. Suður-Afríka
4. Indland
5. Portúgal (Lissabon)
6. Tyrkland
7. Grísku eyjarnar
8. Ísland
9. Sardinía
10. Suður-Kórea (Seoul)