Vinnuhópur til að skoða leiðir til að tryggja öflugan þróunarsjóð fyrir landbúnað
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samræmi við bókun um Framleiðnisjóð landbúnaðarins við undirritun gildandi búnaðarlagasamnings ákveðið að setja á fót vinnuhóp til að skoða leiðir til þess að tryggja að landbúnaður, líkt og aðrar atvinnugreinar, hafi yfir að ráða öflugum þróunarsjóði með traustan tekjustofn og fjárhag.
Vinnuhópurinn var skipaður 12. apríl 2011.
Vinnuhópinn skipa:
- Björn Halldórsson, formaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Jóhannes Ævar Jónsson, tilnefndur af Sláturleyfishöfum og SAM,
- varamaður Sigurður Jóhannesson
- Sveinn Ingvarsson, tilnefndur af BÍ
- Erna Bjarnadóttir, tilnefnd af BÍ.