Bílum sem ganga fyrir óhefðbundnum orkugjöfum fjölgar stöðugt ... orðnir fleiri en 1.100!
Brýn umhverfissjónarmið og sífellt hækkandi bensínverð kalla á nýja hugsun hvað varðar eldsneyti fyrir bifreiðar og samgöngutæki. Síðustu mánuði og misseri hefur bílum sem ganga fyrir óhefðbundnum orkugjöfum fjölgað stórlega. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu ganga flestir bílarnir fyrir hvoru tveggja í senn rafmagni og bensíni og litlu færri eru bílar sem ganga fyrir metani eða hvoru tveggja í senn metani og bensíni.
Bensín/rafmagn 580
Metan (breyttir) 195
Metan 165
Bensín/metan 132
Vetni 26
Rafmagn 14
Etanol 1
Stjórnvöld hafa sett fram heildstæða orkustefnu sem miðar að því að endurnýjanlegir orkugjafar leysi innflutta orku af hólmi þegar kemur að samgöngum. Það eru spennandi tímar framundan í þessum málum og margs konar tækni í þróun. Það er hins vegar athyglisvert að ef allur íslenski bílaflotinn myndi ganga fyrir rafmagni þá væri orkunotkunin 39% af orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar.