Hoppa yfir valmynd
31. maí 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Innanríkisráðherra skipar úrskurðarnefnd sanngirnisbóta

Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta var skipuð hinn 23. maí síðastliðinn en hlutverk hennar er að taka afstöu til krafna um sanngirnisbætur ef þeim kröfum er ekki lokið á grundvelli laga nr. 47/2010.

Innanríkisráðherra hefur skipað eftirtalda þrjá einstaklinga í nefndina: Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur hrl., Andrés Magnússon lækni og Vigdísi Erlendsdóttur sálfræðing.

Nefndin er skipuð í samræmi við 7. grein laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Skal hún taka til meðferðar mál sem aðilar hafa ekki náð sáttum um samkvæmt 6. grein laga nr. 47/2010. Þar er fjallað um meðferð sáttaboðs sem sýslumaður skal annast á grundvelli kröfulýsingar viðkomandi vistmanna á þeim stofnunum sem lögin taka til.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta