Hoppa yfir valmynd
31. maí 2011 Matvælaráðuneytið

Kynningarfundur um evrópskan styrk „Eco –Innovation“

Kynningarfundur um evrópskan styrk „Eco –Innovation“ (Vistvæn Nýsköpun) verður þriðjudaginn 31. maí 2011 kl. 13.00 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands - austurhúsi (sjá kort).

Styrkurinn fjallar um nýja tækni, vörur eða framleiðsluaðferðir í atvinnugreinum þar sem umtalsverðir möguleikar eru á betrumbótum; t.d. í matar- og drykkjarframleiðslu, endurvinnslu, vatnsnotkun og byggingariðnaði.

Áhersla er lögð á verkefni sem komin eru á markaðsfærslustig, þ.e. tækni, vöru eða framleiðsluaðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virki tæknilega en er ekki komið á markað. Verkefnin skulu ennfremur miða að því að minnka umhverfisáhrif eða betrumbæta frammistöðu fyrirtækja í umhverfismálum.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Amöndu Garner í síma 522 2928 og á netfanginu [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta