Hoppa yfir valmynd
1. júní 2011 Matvælaráðuneytið

Plöntuleifar, úrgangspappír og lífrænn úrgangur gætu orðið aflgjafar framtíðarinnar!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Í dag voru veittir 15 styrkir úr Orkusjóði til að rannsaka og kynna innlenda orkugjafa og hagkvæma orkunotkun. Það er óhætt að segja að verkefnin séu ansi fjölbreytt;  allt frá eldsneytisframleiðslu úr úrgangsefnum til virkjunar sjávarfalla og neysluvatns.

Það sem við í daglegu tali köllum rusl gæti því verið verðmætt bifreiðaeldsneyti í dulbúningi og ef áætlanir um vindrafstöðvar ganga eftir þá eigum við kannski eftir að fagna hverju auka vindstigi.

En hugmyndirnar eru margar hverjar frábærar og það sem meira er umhverfisvænar!

Rannsóknar- og fræðslustyrkir úr Orkusjóði 2011 

„Örorka“ – etanól úr plöntuleifum/örverum.   

Metan-vefreiknilíkan og kynning  

Eldsneytisframleiðsla úr úrgangspappír með óbeinni gösun – 4 m.kr. 

Hveravallavirkjun – 2,450 m.kr.

Visthæft eldsneyti: fræðsla til sveitarfélaga  

Metangasgerð á Þverá  

Orkumál og unga fólkið - námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla  

Þróun á litlum en hagkvæmum einingum til framleiðslu metaneldsneytis  

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda  

Gösun á lífrænum úrgangi til framleiðslu vökvaeldsneytis 

Kynding með viðarpillum í Grímsey   

Vindmyllur fyrir frístundahús  

Valorka hverfillinn – beislun sjávarfalla

Virkjun neysluvatns – nýta fallhæð í vatnsveitum til raforkuframleiðslu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta