Hoppa yfir valmynd
3. júní 2011 Matvælaráðuneytið

Fimm metmánuðir í röð ... allar líkur á því að Íslandsmetið í komu erlendra ferðamanna falli í ár!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Það sem af er árinu hafa erlendir ferðamenn fjölmennt til landsins sem aldrei fyrr og mánuðirnir fimm sem liðnir eru af árinu hafa allir sett persónuleg met!

Maímánuður er upptakturinn að ferðamannasumrinu og hann gefur svo sannarlega góð fyrirheit. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum (13,8%), Noregi (12,3%), Danmörku (9,2%), Bretlandi (9,1%), Þýskalandi (8,2%) og Svíþjóð (7,9%). Samanlagt voru Norðurlandabúar um þriðjungur ferðamanna í maí.

Eldgosið í Grímsvötnum virðist ekki ætla að hafa neikvæð á hrif á komur ferðamanna. Þvert á móti þá hefur gosið haft í för með sér mikla fjölmiðlaumfjöllun sem að langmestu leyti virðist ætla að skila sér á jákvæðan hátt fyrir ferðaþjónustuna.

Og nú þegar búið er að slökkva á eldgosinu þá þurfum við bara að fara að kveikja á sólinni!

 Ferdamannatafla

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta