Hoppa yfir valmynd
3. júní 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í fjölmiðlanefnd

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í fjölmiðlanefnd samkvæmt 8. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011.  Skipunartímabil er frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2015.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í fjölmiðlanefnd samkvæmt 8. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011.  Skipunartímabil er frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2015.

Fimm manns sitja í nefndinni, tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar, einn samkvæmt tilnefningu Blaðamannafélagsins, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins og ráðherra skipar sjálfur einn mann sem jafnframt er formaður. Formaður nefndarinnar er Eiríkur Jónsson,  dósent við lagadeild Háskóla Íslands og varamaður hans er Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur Jafnréttisstofu og fjölmiðlafræðingur.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem tilnefndur var af Hæstarétti, er jafnframt varaformaður nefndarinnar. En hann var einnig skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar í útvarpsréttarnefnd og er því eini nefndarmaður þeirrar nefndar sem nú er skipaður er í fjölmiðlanefnd. Þá er Þorgerður Erlendsdóttir, dómari einnig skipuð samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Varamenn þeirra eru Marteinn Másson, hrl. og Hulda Árnadóttir, hdl.

Arna Schram, fyrrum formaður Blaðamannafélags Íslands er skipuð í nefndina samkvæmt tilnefningu Blaðamannafélagsins og varamaður hennar er Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Aðalmaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins er Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Ísland, en varamaður hennar er Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta