Hoppa yfir valmynd
3. júní 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti skólameistara við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sjö umsóknir um stöðuna, þrjár frá konum og fjórar frá körlum.

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra rann út mánudaginn 30. maí sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sjö umsóknir um stöðuna, þrjár frá konum og fjórar frá körlum. Umsækjendur eru:

  • Aðalheiður Dröfn Eggertsdóttir, deildarstjóri,
  • Geir Hólmarsson, meistaranemi,
  • Helgi Einar Baldursson, framhaldsskólakennari,
  • Ingileif Oddsdóttir, náms- og starfsráðgjafi,
  • Jóhannes Ágústsson, fyrrverandi skólastjóri,
  • Nína Þóra Rafnsdóttir, framhaldsskólakennari og
  • Þorkell Vilhelm Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst nk., að fenginni umsögn hluteigandi skólanefndar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta