Hoppa yfir valmynd
5. júní 2011 Innviðaráðuneytið

Látinna sjómanna minnst á sjómannadegi

Minnst var látinna sjómanna með ýmsum hætti á sjómannadeginum í dag. Af því tilefni var athöfn við minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.

Minnst var látinna sjómanna á sjómannadeginum í dag.
Minnst var látinna sjómanna á sjómannadeginum í dag.

Áhöfn norska varðskipsins Sortland stóð heiðursvörð ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, lagður var krans til minningar um þá sjómenn sem hafa farist á sjó. Viðstaddir voru Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, yfirmenn Sortland, fulltrúar sjómannadagsráðs, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra sem koma að sjóbjörgunarmálum hér á landi.

Minnst var látinna sjómanna á sjómannadeginum í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margs konar hátíðahöld voru síðan víða um land í tilefni sjómannadagsins og sjómannamessur voru víða sungnar í kirkjum landsins. Innanríkisráðherra viðstaddur guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík í morgun þar sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, predikaði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta