Hoppa yfir valmynd
9. júní 2011 Matvælaráðuneytið

Erlendir ferðamenn segja blátt áfram að Blue Lagoon sé eftirminnilegasti staður á Íslandi!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Bláa Lónið er einn allra vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna á Íslandi. Í nýlegri könnun voru þeir spurðir að því hvað þeim hefði þótt minnistæðast við Íslandsferðina og var Bláa Lónið sá einstaki staður sem flestir nefndu. Árlega sækja um 400.000 gestir Bláa Lónið og á degi hverjum nota tugþúsundir einstaklinga um allan heim Blue Lagoon húðvörurnar.

Það hefði fáum dottið það í hug þegar Hitaveita Suðurnesja í Svartsengi var reist úti í miðju hrauni að innan fárra ára myndi við verksmiðjudyrnar byggjast upp einn allra mest sótti ferðamannastaður landsins, með víðfræga heilsulind, lífstílsverslun, lækningalind, veitinga- og ráðstefnuaðstöðu og línu af heilsuvörum. Það er ekki ofmælt þegar sagt er að Blue Lagoon lífstílsmerkið sé eitt allra sterkasta íslenska vörumerkið.

Og í dag bætast skrautfjaðrir í hatt þeirra hjá Bláa Lóninu. Það eru tvær nýja vörur í Blue Lagoon húðvörulínuna; Silica Mud Exfoliator sem er  endurnærandi skrúbb fyrir andlit og líkama og Silica Foot & Leg Lotion en það er fyrsta varan innan línunnar sem er þróuð sérstaklega fyrir fætur.

Sjá könnun

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta