Viljayfirlýsing stjórnvalda á íslensku
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur látið þýða viljayfirlýsingu stjórnvalda (e. Letter of Intent), sem send var Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 19. maí sl. í tengslum við fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS.
Í yfirlýsingunni kemur fram að hagkerfið sé óðum að taka við sér og hagvöxtur verði árið 2011 í fyrsta sinn frá hruni. Þá fari einkaneysla vaxandi, verðbólga sé lítil, vöruskiptajöfnuður jákvæður og krónan hafi haldist stöðug. Helsta áskorunin framundan sé að draga úr atvinnuleysi. Í viljayfirlýsingunni segir ennfremur að horfur greiðslujafnaðar séu nægilega sterkar til að styðja við afnám gjaldeyrishafta í áföngum. Þá sé þess vænst að bæði hlutfall skulda ríkissjóðs og erlendra skulda fari ört lækkandi.
Viljayfirlýsing á íslensku (PDF)