Reykjavík er á meðal ódýrustu höfuðborga
Það eru góðar fréttir fyrir ferðamenn að Reykjavík mælist sjöunda ódýrasta höfuðborgin í könnun sem ForexBank birti nýlega. Erlendir ferðamenn ættu því að verða „inspired“ af verðlaginu og því að fá svona mikið fyrir peningana sína þegar þeir sækja Ísland heim. Lagt var til grundvallar hvað kostaði að gista eina nótt á hóteli, borða máltíð á veitingahúsi, kaupa einn bjór, sígarettupakka og léttvínsflösku og aka 5km túr með leigubíl.
Hagstætt verðlag er þar með orðið enn ein góð ástæðan fyrir erlenda ferðamenn til að heimsækja Ísland; ásamt rómaðri náttúru, ríkri menningu og mannlífi, líflegu skemmtanalífi, afbragðs gisti- og matsölustöðum og mjög svo „sjálfstæðu“ veðurfari.
Í dýrleika sker Reykjavík sig frá öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum því að Osló og Kaupmannahöfn tróna á toppnum sem dýrustu borgirnar, Stokkhólmur er í sjöunda sæti og Helsinki í því níunda. En vilji menn ferðast sparlega þá mælist Tallin ódýrasta höfuðborgin.
1. Osló
2. Kaupmannahöfn
3. Genf
4. New York
5. París
6. London
7. Stokkhólmur
8. Róm
9. Helsinki
10. Amsterdam
11. Jerúsalem
12. Munchen
13. Barcelona
14. Lissabon
15. Berlín
16. Dublin
17. Madrid
18. Reykjavík
19. Dubai
20. Prag
21. Riga
22. Marrakesh
23. Budapest
24. Tallin