Hoppa yfir valmynd
14. júní 2011 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Mongólíu

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti Tsakija Elbegdorj forseta Mongólíu trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn mánudaginn 6. júní s.l. Lúðrasveit lék þjóðsöngva ríkjanna á Sukhbaatar torgi, framan við forsetahöllina áður en afhendingarathöfnin hófst. Við athöfnina sagði forsetinn frá menningu Mongóla og efnahagsuppyggingu í landinu. Einnig voru rædd samskipti þjóðanna á liðnum árum. Í kjölfar fundar með forsetanum átti sendiherra fundi með Luimed Gansukh ráðherra umhverfis- og ferðamála, Dashdorj Zorigt ráðherra námuauðlinda og orkumála og Damdin Tsogtbaatar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Ræðismaður Íslands í Mongólíu, Bold Magvan, sat fundina með sendiherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta