Hoppa yfir valmynd
14. júní 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vernd og sjálfbær nýting skóga í Evrópu í forgrunni

Frá undirritun samninganna í dag.
Frá undirritun samninganna í dag.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra er stödd í Osló í Noregi á sameiginlegum fundi ráðherra skógarmála í allri Evrópu. Hún undirritaði þar í dag tvær yfirlýsingar fyrir Íslands hönd – annars vegar ráðherrayfirlýsingu um vernd og sjálfbæra nýtingu skóga Evrópu og hins vegar umboð til að hefja samningaviðræður um lagalega bindandi samning um vernd og sjálfbæra nýtingu skóga í Evrópu.

Fundinn, sem er haldinn á vegum Forest Europe vettvangsins, sitja evrópskir ráðherrar skógarmála eða fulltrúar þeirra, alls frá 47 löndum auk Evrópusambandsins. Þá er einnig boðið til fundarins ýmsum stofnunum og samtökum sem vinna að málefnum skóga í álfunni.

Ráðherrayfirlýsingin sem kallast Oslo Ministerial Decision: European Forests 2020, er ekki lagalega skuldbindandi en hefur mikla þýðingu fyrir framkvæmd og stefnumótun skógarmála einstakra landa sem að henni standa. 

Frá undirrituninni í dag.

Samningsumboðið sem umhverfisráðherra undirritaði í dag gefur hins vegar heimild til að hefja viðræður um hugsanlega lagalegan bindandi samning þjóða Evrópu sem miðar að því að efla vernd og sjálfbæra nýtingu skóga álfunnar. Gert er ráð fyrir því að samningaviðræðurnar hefjist í haust og er stefnt að því að samningur sem löndin geta tekið afstöðu til liggi fyrir árið 2013. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta