Hoppa yfir valmynd
15. júní 2011 Matvælaráðuneytið

Breyting á lögum um stjórn fiskveiða

Nr. 25/2011

Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á stjórn fiskveiða. Lagabreyting þessi er hluti af stærra endurskoðunarferli á fiskveiðistjórnun sem hefur meðal annars komið fram í innleiðingu strandveiða við Ísland, aukningu aflamarks til byggðaaðgerða og síðan með frumvarpi sem nú liggur fyrir hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þar sem innleidd eru ný lög um stjórn fiskveiða.
Samkvæmt þeim lagabreytingum sem samþykktar voru sem lög frá Alþingi 11. júní 2011 eru heimildir til strandveiða auknar úr 6000 tonnum í 8500 tonn af óslægðum bolfiski. Þá var samþykkt að heimila aukningu aflaheimilda í skötusel, íslenskri síld og norsk-íslenskri síld sem úthlutað er gegn gjaldi.
Umræddar breytingar taka þegar gildi en 1. september taka gildi eftirtaldar breytingar:
-    Stigið er skref í átt að jöfnun milli aflamarkshafa þar sem frádráttur aflamarkshafa vegna strandveiði, byggðahluta o.fl. sértækra úthlutana dregst nú að einum fjórða hluta jafnt af öllum aflamarkshöfum.
-    Í strandveiði er hert á reglum sem ætlað er að koma í veg fyrir að einn og sami aðili geri út marga báta í strandveiði.
-    Byggðahluti er aukinn um 2500 tonn á næsta fiskveiðiári.
-    Veiðigjald hækkar um 40%.
-    Af veiðigjaldi fara nú 15% til sveitarfélaga og er ráðstafað í gegnum fjárlög.
-    Heimilt er að auka veiðiheimildir stórra ferðaþjónustubáta eru í allt að 300 tonn

Breyting á lögum um stjórn fiskveiða má finna á vef Alþingis


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta