Hoppa yfir valmynd
15. júní 2011 Utanríkisráðuneytið

Rýnifundi um evrópsk samgöngunet lokið

Rýnifundi um 21. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið þar sem fjallað er um evrópsk samgöngunet, lauk í Brussel 9. júní sl. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahópsins.

Kaflinn fellur að litlu leyti undir EES-samninginn og varðar samstarf aðildarríkja ESB um að tengja saman samgöngu-, fjarskipta og orkuflutninganet ríkjanna og stuðla þannig að greiðum flutningum um alla álfuna. Á árunum 2007 - 2013 er gert ráð fyrir að ESB verji um 8 milljörðum evra til samgönguverkefna (TEN-T), aðallega skilgreindra forgangsverkefna, og um 155 milljónum evra til orkuflutningaverkefna (TEN-E), einkum hagkvæmniathugana. 

Á rýnifundinum lögðu fulltrúar Íslands áherslu á að tryggja þurfi að Ísland fái eðlilega hlutdeild í því fjármagni sem varið er í TEN verkefni. Í því sambandi þarf að endurskoða skilgreiningu á TEN verkefnum á Íslandi og semja um hvaða verkefni gætu talist til forgangsverkefna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta