Hoppa yfir valmynd
16. júní 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ábendingar til nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu

Nefnd um endurskoðun landgræðslulaga
Nefnd um endurskoðun landgræðslulaga

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði þann 18. apríl sl. nefnd til að undirbúa gagngera endurskoðun laga um landgræðslu (sjá frétt umhverfsráðuneytisins).  Í erindisbréfi nefndarinnar er verkefni hennar skilgreint eftirfarandi:

„Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir núgildandi lög er varða málefni landgræðslu og framkvæmd þeirra, alþjóðlegar skuldbindingar á því sviði, og vinna greinargerð (hvítbók) um hvert skuli vera inntak og áherslur nýrrar löggjafar um landgræðslu og skila til ráðherra eigi síðar en 15. desember 2011.  Á grundvelli hennar mun ráðuneytið í samráði við nefndina vinna drög að frumvarpi til nýrra landgræðslulaga eigi síðar en fyrir árslok 2012“.

Í erindisbréfi nefndarinnar leggur ráðuneytið áherslu á að við endurskoðunina verði m.a. skýrð betur eftirfarandi ákvæði:

  • Verndun gróðurvistkerfa og jarðvegs.
  • Leiðir til landgræðslu með það meginmarkmið að byggja upp og endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins.
  • Hvernig stuðlað verði að því að nýting gróður- og jarðvegsauðlinda verði sjálfbær.
  • Athugun á sambærilegri löggjöf annarra ríkja eftir því sem við á.

Í erindisbréfi nefndarinnar er jafnframt lögð rík áhersla að haft verði samráð við hagsmunaaðila.

Nefndin hefur hafið störf og vill í upphafi vinnu sinnar leita eftir viðhorfum sem flestra til endurskoðunar laga um landgræðslu.  Hefur hópi hagsmunaðila verið sent bréf þess efnis. Hér á vefsíðunni er fólki jafnframt boðið að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum til nefndarinnar um endurskoðun laga um landgræðslu.      

Óskað er eftir að ábendingar berist til: Umhverfsráðuneytið, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík eða á netfangið [email protected] fyrir 1. júlí n.k.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta