Bandarískir menntaskólanemendur funda með ráðherra .. sem þar með er kominn í klúbb með Kofi Annan og Harrison Ford!
Rúmlega 20 nemenda hópur frá San Jose í Kaliforníu hélt kraftmikinn blaðamannafund með Katrínu Júlíusdóttur í vikunni. Íslandsheimsóknin er hluti af námskeiði í blaðamennsku sem nemendurnir völdu sér. Hluti af námskeiðinu er að hópurinn ferðast til fjarlægs staðar og tekur þar viðtöl við áhrifafólk og skrifar greinar um það sem fyrir augu ber. Námskeiðið hefur hlotið margar viðurkenningar í Bandaríkjunum og listinn yfir viðmælendur í gegnum árin er ansi glæsilegur en þar eru á meðal annarra Kofi Annan fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og leikarinn Harrison Ford. Ekki amalegur félagsskapur það!