Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða
Nr. 26/2011
Í byrjun apríl s.l. ákvað Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fá sex aðila til að greina með hagrænum hætti frumvarp til breytinga á stjórn fiskveiða og fengu þeir um það bil tvo mánuði til verksins. Nú hefur hann veitt veitt viðtöku greinargerð hópsins sem telur 120 síður. Greinargerðin er einnig unnin með hliðsjón af áliti starfshóps um endurskoðun á stjórn fiskveiða sem skilaði af sér síðastliðið haust.
Jafnframt tók hópurinn mið af starfi þriggja nefnda sem allar hafa fjallað um fiskveiðistjórnunarkerfið og skilað skýrslum þar um sem hér fylgja.
- Skýrsla Þjóðhagsstofnunar frá 1999
- Skýrsla auðlindanefndar frá árinu 2000
- Skýrsla endurskoðunarnefndar frá árinu 2001
Fram kemur það álit hópsins að takmörkun á framsali og viðskiptum með aflaheimildir, bann við veðsetningu aflaheimilda og byggðasjónarmið við stjórnun fiskveiða hafi för með sér kostnað fyrir núverandi fyrirtæki í greininni. Þá styður hópurinn aðrar forsendur við gjaldtöku í sjávarútvegi þar sem bæði yrði horft til heildarkostnaðar við fiskveiðistjórnunarkerfið og til arðsins af auðlindinni. Hópurinn bendir á að tvöföldum núverandi veiðigjald geti í sjálfu sér talist hófleg, en horfa verði til heildaráhrifa af öllum þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu.
Almennt er hópurinn gagnrýninn á úthlutun aflamarks til annarra en núverandi aflahlutdeildarhafa. Hópurinn varar við brottkasti og dregur þá ályktun út frá sögu smábátakerfanna að fara þurfi mjög varlega í breytingar eða aukningu á strandveiðinni.
Það er mat Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skýrsla hópsins sé innlegg í umræðu þá sem nú fer fram vegna endurskoðunar laga um stjórn fiskveiða. Hópurinn telur sérstakan kostnað við ýmis atriði eins og byggðatengingar, strandveiðar og fleira.
Að mati ráðherra er það pólitísk ákvörðun, en ekki eingöngu hagfræðileg, hvernig fiskveiðistjórnuninni er háttað og hvernig tekið er tillit til margháttaðra aðstæðna. Má hér sérstaklega nefna atvinnuöryggi íbúa í sjávarbyggðunum og ýmis jafnræðis- og mannréttindasjónarmið.
Ráðuneytið minnir hér að lokum á að sjálfbærar veiðar samanstanda af þremur meginstoðum þ.e.a.s. líffræðilegri, hagrænni og samfélagslegri sjálfbærni og þar þarf ákveðið jafnræði að ríkja.
Smellið á