Hoppa yfir valmynd
20. júní 2011 Matvælaráðuneytið

Brautargengi hefur virkjað afl 905 kvenna ... þetta er alvöru stórvirkjun!

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Brautargengisnámskeiðin eru lýsandi dæmi um aflið sem myndast þegar beisluð er  hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur öflugra einstaklinga til uppbyggingar í atvinnulífinu – samfélaginu öllu til heilla. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá því fyrsta Brautargengisnámskeiðið var haldið hafa 905 konur gengið í gegnum þessa 15 vikna þjálfun í að koma á legg fyrirtæki byggða á viðskiptahugmynd viðkomandi. Brautargengisnámskeið hafa verið haldin víða um land og af þessum 905 konum hafa 342 útskrifast af námskeiðum sem haldin hafa verið á landsbyggðinni.

Brautargengisnámskeiðin hafa mælst frábærlega fyrir hjá þátttakendum og könnun á meðal útskrifaðra Brautargengiskvenna sýnir að hátt í þrjár af hverjum fjórum láta drauminn (og viðskiptahugmyndina) rætast. Þetta þýðir að vel yfir 650 konur hafa farið í eigin rekstur. Störfin sem hafa skapast skipta því þúsundum og velta þessara fyrirtækja nemur ótöldum milljörðum.

Á fimmtudaginn útskrifuðust 17 konur af Brautargengisnámskeiði í Reykjavík og spönnuðu viðskiptahugmyndirnar vítt svið. Við útskriftina fengu tvær kvennanna viðurkenningu fyrir framúrskarandi viðskiptaáætlun.

Viðurkenningu fyrir bestu viðskiptaáætlun starfandi fyrirtækis fékk  Hadda Björk Gísladóttir sem á og rekur fyrir fyrirtækið Iceland Photo Tours ehf. ásamt eiginmanni sínum Hauki Snorrasyni. Fyrirtækið býður ferðir fyrir erlenda áhugaljósmyndara, undir yfirskriftinni "Capture nature". Hadda Björk vann raunhæfa, fagmannlega og vel útfærða áætlun.   sjá: http://phototours.is/

Viðurkenningu fyrir bestu viðskiptaáætlun nýliða fékk Árný Ingvarsdóttir, fyrir fyriritæki með vinnuheitið Sálartetrið, sem verður ráðgjafa- og útgáfufyrirtæki tengt sálfræði. Árný hefur unnið frábæra stefnumótun og gerði henni skil með sérstökum glæsibrag í fjárfestakynningu. Útgangspunktur fyrirtækisins er jákvæð nálgun í sálfræðiþjónustu; að hvetja fólk til að gera gott betra, stefna að velsæld, fjárfesta í góðri líðan sinni og barna sinna. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta