Hoppa yfir valmynd
23. júní 2011 Matvælaráðuneytið

109 milljónum króna úthlutað til atvinnusköpunar í sjávarbyggðum

Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu Atvinnusköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af svokölluðum skötuselspeningum, þ.e. sölu aflaheimilda fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011 til að veiða skötusel og til frístundaveiða, sbr. lög um stjórn fiskveiða. 

Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðsvegar af landinu. Eftir umfjöllun stjórnar Atvinnusköpunar í sjávarbyggðum var gerð tillaga um að styrkja 32 verkefni,  sem var í framhaldinu staðfest af iðnaðarráðherra.  Áhersla var lögð á  að styðja verkefni sem fela í sér nýsköpun, þekkingaryfirfærslu og hugverk sem  byggja á styrkleikum sjávarbyggða.  Ennfremur var horft til þess að styrkja stærri samstarfsverkefni  fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnanna þar sem fram komu skýrar hugmyndir um afurðir í formi vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu.

Eftirtalin verkefni fengu styrk:

Umsækjandi Staður Heiti verkefnis Styrkur
Artract ehf Ísafirði Fínþurrkað fiskibragðefni unnið úr sjávarafurðum        3.000.000
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða f.h. Bláskeljaklasa Vestfjarða Ísafirði Kræklingur á Vestfjörðum        5.000.000
Álasund ehf Reykjanesbær YFIR HAFIÐ OG HEIM        5.000.000
Biopol ehf Skagaströnd Framleiðsla á fjölómettuðum omega-3 fitusýrum  með smáþörungum        3.000.000
Brim hf Akureyri Vinnslu og markaðssetning á sundmögum á hágæða mörkuðum í Kína.        5.000.000
EagleFjord ehf Bíldudalur Á slóðum víkinga fyrir Vestan        1.000.000
Ferðaþjónustan Álfheimar Borgarfjörður eystri Framtíð í Ferðaþjónustu        2.000.000
Fiskivinnslan Drangur ehf. Drangsnesi Nýting grásleppu 2011        1.500.000
Fossadalur Ehf Ísafirði Iðnaðarklasi á Ísafirði        5.000.000
Garðarshólmur SES Reykjavík Garðarshólmur        2.000.000
Gestastofa Sútarans Sauðárkróki Hönnunarsmiðja sútarans        1.000.000
Gunnar G. Magnússon Flateyri Hönnun og framleiðsla dekkvinda        4.000.000
Íslensk matorka Reykjavík Græna hringferlið        4.000.000
Kerecis ehf Ísafirði Skráning og markaðssetning á kremum fyrir húðbólgur og sár        6.000.000
MarinAgra ehf Skagaströnd Náttúruleg íblöndunarefni         3.000.000
Marinox ehf Sauðárkróki Íslenskar húðvörur úr þangi        3.000.000
Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi Akureyri Flugklasi        5.000.000
Matís Reykjavík Heilsuréttir úr hafinu        2.000.000
Matís ohf Höfn í Hornafirði Efling tækifæra  í grænmetis og ávaxtaframleiðslu á Íslandi.        2.000.000
MPF Ísland Grindavík FiskiTofu        3.000.000
Netspor Reykjavík Varmadælur í sveitarfélögum án beinnar hitaveitu 4.000.000
Primex ehf Siglufirði Markaðssókn kítósanafurða erlendis        3.000.000
Rauðka Siglufirði Sigló city        2.000.000
Rúnar Árnason Reykjanesbær Aircraft Asset Managment        1.500.000
Siggeir Stefánsson Þórshöfn Veiðar og vinnsla á makríl veiddum í gildrur        5.000.000
Siglól Ehf Siglufirði Síldarréttir frá SiglÓl        2.000.000
Skaginn hf. Akranes Umhverfisvænn sjálfvirkur kassa-plötufrystir fyrir makrílvinnslu        5.000.000
Sæbýli ehf Eyrarbakki Eldi og vinnsla á japönskum sæeyrum  í lokuðu SustainCycle™ kerfi.        5.000.000
TARA MAR Iceland Reykjavík Lífvirkir þörungar í heilsu- og snyrtivörur        5.000.000
Vistvæn Orka ehf Reykjavík Þróun á hillukerfi fyrir hæðaræktun á matjurtum        4.000.000
Yngvi Eiríksson Garðabær Íslenskt kristalsjávarsalt á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp        3.000.000
Þröstur Marsellíusson ehf Ísafirði Þróun og framleiðsla hjólastóla á Ísafirði        4.000.000

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta