Ráðherra fundar með varaframkvæmdastjóra NATO
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Claudio Bisgogniero, varaframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem staddur er hér á landi. Á fundinum ræddu þeir endurskoðun á grundvallarstefnu bandalagsins og aðgerðir þess í Afganistan og Líbíu.
Utanríkisráðherra upplýsti Bisogniero um þingsályktun sem hann lagði nýverið fram um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og ræddi mikilvægi norðurslóða í starfi Atlantshafsbandalagsins, ekki síst í tengslum við leit og björgun.
Bisogniero mun halda fyrirlestur um stöðu og störf NATO og áskoranir 21. aldarinnar í Öskju í Háskóla Íslands kl. 12 á morgun, föstudag.