Breskir þingmenn heimsækja innanríkisráðuneytið
Auk viðræðna við Ögmund Jónasson átti þingmannahópurinn einnig viðræður við Össur Skarphéðinssson, utanríkisráðherra, Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, fulltrúa Seðlabankans og utanríkismálanfnd Alþings. Hluti hópsins, þar á meðal Austin Mitchell, þingmaður fyrir Grimsby og þekktur fyrir vinsemd gagnvart Íslandi, heimsóttu einnig sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið.
Á laugardag brugðu bresku þingmennirnir sér í skoðunarferð um Suðvesturland undir leiðsögn Ögmundar. Ráððherra sagði viðræður hafa verið gagnlegar og fróðlegar ekki síst hve mjög bresku þingmennirnir hefðu tekið undir málstað Íslands í Icesave deilunni: „Eins og fram hefur komið í viðtölum við þingmennina í fjölmiðlum töldu þeir bresk stjórnvöld hafa gengið alltof langt gagnvart Íslendingum í Icesave deilunni. Það er mikilvægt fyrir okkur að heyra þessa tóna sem eru til þess fallnir að efla hin góðu og vinsamlegu samskipti sem Íslendingar og Bretar vilja almennt hafa sín í milli“, sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.