Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2011 Matvælaráðuneytið

Reglugerðir um loðnuveiðar

31/2011

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í dag út tvær reglugerðir vegna loðnuveiða. Í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið ákveðið að banna alla loðnuveiði innan íslenskrar lögsögu á yfirstandandi sumri, frá 6. júlí til og með 30. september.

Þá hefur ráðherra úthlutað norskum, færeyskum og grænlenskum skipum samtals 82.698 lestum af heimildum til loðnuveiða í samræmi við milliríkjasamninga. Meðan bann við loðnuveiði innan íslenskrar lögsögu varir er aðeins heimilt að stunda umræddar loðnuveiðar utan íslensku lögsögunnar. 327.000 tonna loðnuheimildir sem eru 50% af upphafsúthlutun, koma til úthlutunar til íslenskra skipa 1. október næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta