Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Löggjöf ESB um loftgæði til skoðunar

Himinn
Himinn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett af stað ráðgjafarferli á netinu þar sem óskað er eftir áliti almennings á stefnu sambandsins í loftgæðamálum, sem Ísland er aðili að skv. samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES). Ráðgjafaferlið er hluti endurskoðunar á löggjöf ESB um loftgæði en endurskoðuninni er ætlað að skilgreina ný langtímamarkmið um loftgæði innan sambandsins eftir árið 2020.

Með ráðgjöfinni er öllum áhugasömum boðið að koma á framfæri skoðun sinni á styrkleikum og veikleikum núgildandi Evrópulaga um loftgæði og framkvæmd þeirra, en gert er ráð fyrir því að endurskoðuninni verði lokið árið 2013.

Ráðgjöfinni er skipt í tvo hluta – annars vegar stuttan spurningalista fyrir almenning og hins vegar lengra útfyllingarform sem ætlað er sérfræðingum og starfsmönnum ríkisstjórna og sveitarstjórna, vísindamönnum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum og fólki sem starfar innan heilbrigðis- og umhverfisgeirans sem og annarra sem koma að framkvæmd löggjafar ESB um loftgæði.

Ráðgjafarferlinu lýkur 30. september.

Spurningalistana má finna hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta