Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2011 Matvælaráðuneytið

Reglugerð fyrir næsta fiskveiðiár

 

Nr. 32/2011

Reglugerð fyrir næsta fiskveiðiár

Jón Bjarnason sjávarútveg- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir fiskveiðiárið 2011/2012. Vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða eru nokkrar breytingar á reglugerðinni frá fyrra ári.

Í reglugerð ráðuneytisins er kveðið á um leyfilegan heildarafla og ráðstöfun hans til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar, til strandveiða, línuívilnunar, sérstaks frádrátts 1,33% vegna jöfnunar milli aflahlutdeildarhafa sbr. 3. gr. l. nr. 70/2011 og fleiri þátta. Ennfremur er hér að finna þau ákvæði sem gilda m.a. um framsal, veiðiskyldu og þau skilyrði sem sett eru handhöfum veiðileyfa. Sem fyrr eru veiðar í atvinnuskyni óheimilar nema að fengnu leyfi fiskistofu.

Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2011/2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta